Litun og plokkun ásamt léttu andlitsbaði og maska

  • Litun og plokkun ásamt léttu andlitsbaði og maska

Húðin er fyrst vandlega yfirborðshreinsuð, því næst fer fram plokkun augabrúna og litun á bæði augnhárum og brúnum. Hægt er að velja á milli nokkurra litatóna því misjafnt er hvað fer fólki vel.  Með þessum hætti má draga fram lit augnanna og undirstrika fegurð augnumgjörðarinnar. Augabrúnir eru plokkaðar og mótaðar. Við mótun augabrúna fylgjum við náttúrulegu formi augabrúnanna og formum þær í samræmi við augnumgjörð. Að lokum er viðeigandi maski borinn á húðina sem skilur hana eftir rakanærða og mjúka.

Til baka

Opna - Velja - Njóta

Gildir fyrir

Litun og plokkun á augabrúnum, litun á augnhárum, léttu andlitsbaði og maska

Valentínusargjöf - 8.900 kr.

Upplifunin er hluti af Valentínusargjöf Óskaskríninu

Gott að vita

Komdu í hlýtt og vinalegt umhverfi hjá Snyrtihorninu Mist og leyfðu fagmönnum okkar að draga fram það besta í þér. Við leggjum áherslu á faglega og góða þjónustu og að allir fari ánægðir og fullir vellíðan frá okkur.

Hvar

Trönuhraun 6 
Er staðsett inni á Hármót
220 Hafnafjörður

Hvenær

Kl: 9-18 mánudaga til fimmtudaga
Kl: 9-16 föstudaga
Laugardaga er opið eftir pöntunum

Bókanir

Sími: 775-1776
snyrtihornidmist@gmail.com
facebook.com/snyrtihornidmist
https://snyrtihornidmist.is/boka/