Prufuköfun
DRAGÐU FYRSTA ANDANN Í VATNI!
Langar þig að uppgötva leyndardóma undirdjúpanna? Hefurðu velt því fyrir þér hvort að köfun sé eitthvað fyrir þig? Þetta er einstakt tækifæri til þess að prófa köfun með fagmanni í öruggu umhverfi.
Þú færð tækifæri að læra grundvallarfærni í köfun og þannig að draga fyrsta andann þinn í vatni. Þetta er kjörið tækifæri til að prófa búnaðinn og sjá hvort að þetta sé eitthvað sem hentar þér. Þetta er einnig skemmtileg leið til að læra eitthvað nýtt með fjölskyldu, vinum eða vinnufélögum í öruggu og skemmtilegu umhverfi.
Opna - Velja - Njóta
Gildir fyrir
Prufuköfun fyrir einn
Áhugavert
Aðeins eru 3 kafarar með hverjum leiðsögumanni
Gott að vita
Vinsamlegast mætið með sundföt, stuttbuxur og bol sem má bleyta, auka föt og handklæði.
Innifalið: Köfunarkennsla, ein Discover köfun, Allur nauðsynlegur köfunarbúnaður.
Hvar
Fá upplýsingar
Hvenær
Allt árið
Bókanir
Hafðu samband til að finna góðan tíma á dive@dive.is
Vefmiðlar