Opna - Velja - Njóta

Gildir fyrir

Þátttöku á Qigong lífsorku-námskeið

Óskaskrín

Qigong lífsorku námskeið

Qi (Chi) er hrein tær lífsorka í allri náttúrunni. Qigong æfingar og hugleiðsla hafa góð áhrif á líkama og sál. Þær eru einfaldar og allir geta gert og notið þeirra. Þú byggir upp jákvætt hugarfar og styrk til að standa óhræddur með þér í dagsins önn. Ástundun Qigong hefur góð áhrif á samskipti, eykur hugarró og einbeitingu.

Qigong lífsorku-æfingarnar hafa verið stundaðar í Kína í yfir 5000 ár. Æfingarnar byggja á djúpri öndun, hugleiðslu og hreyfingu. Þær opna á orkubrautir og losa um andlega og líkamlega spennu. Æfingarnar og hugleiðslan eru ein besta leiðin til að viðhalda heilsu og lífsgleði. 
Þorvaldur Ingi Jónsson kennir og leiðir Qigong lífsorkuæfingarnar.

Námskeið - 16.900 kr.

Upplifunin er hluti af Námskeið Óskaskríninu

Magn
 

Áhugavert

Fyrir alla þá sem vilja auka lífsorku og jákvæðar tilfinningar. Opna betur á orkubrautir líkamans, styrkja bæði andlega og líkamlega heilsu. Minnka stress og líkur á kulnun og kvíða. Auka einbeitingu og samskiptahæfni.

Gott að vita

 Æfingarnar eru einfaldar þannig að allir geta gert þær og notið.

Hvar

Í eða nágrenni Reykjavíkur.

Hvenær

Námskeið reglulega yfir veturinn.