Opna - Velja - Njóta

Gildir fyrir

Tveggja rétta kvöldverður fyrir tvo að hætti hússins

Óskaskrín

Tryggvaskáli Selfossi

Tryggvaskáli er einstaklega fallegur „à la carte“ veitingastaður sem leggur áherslu á vandaða matreiðslu með áherslu á hráefni úr héraði. Með virðingu fyrir störfum bænda útbúa matreiðslumenn staðarins virkilega vandaðan mat þar sem íslenskar- og erlendar matreiðsluaðferðir blandast skemmtilega saman. Tryggvaskáli er elsta og sögufrægasta húsið á Selfossi, byggt árið 1890 og þar er saga Selfoss máð í hverja fjöl. Matreiðslumenninir Fannar Geir Ólafsson og Tómas Þóroddsson opnuðu veitingastaðinn árið 2013 eftir gagngerar breytingar. Í þessu sögufrægasta húsi á Selfossi og vakti strax athygli fyrir fallegt umhverfi, frábæra matreiðslu og faglega þjónustu. Upplifðu góðan mat í einstöku húsi með fallegu útsýni yfir Ölfusá, vatnsmestu á landsins.

Kósý Kvöld - 12.900 kr.

Upplifunin er hluti af Kósý Kvöld Óskaskríninu

Magn
 

Áhugavert

Tryggvaskáli er elsta húsið á Selfossi (1890). Tryggvi Gunnarsson barðist fyrir fyrstu brú yfir Ölfusá og samhliða brúarbyggingu var Tryggvaskáli byggður til að hýsa verkamennina. Síðar var Tryggvaskála breytt í hótel og veitingastað.

Gott að vita

Tryggvaskáli fékk viðurkenningu sem snyrtilegasta fyrirtæki Árborgar árið 2013

Hvar

Austurvegi 1, við Tryggvatorg, Selfossi.

Hvenær

Vetraropnun: mið - föst 18.00 - 22.00. laug - sun 11.30 - 22.00. Sumaropnun: Alla daga vikunar frá 11.30 - 22.00.

Bókanir

Tryggvaskáli Sími: 482 1390 tryggvaskali@tryggvaskali.is

tryggvaskali.is