Chat with us, powered by LiveChat

Valentínusardagur og konudagur

11.02.2021

roses-1080x1080-2

Hjá Óskaskríni bjóðum við upp á sérstök skrín fyrir Valentínusardag og konudag. En auðvitað smellpassa miklu fleiri Óskaskrín þessa daga.

Það er alltaf hægt að finna tilefni til að gleðja aðra. Stundum koma tilefnin á silfurfati og eru merkt á dagatalið eins og til dæmis núna í febrúar. Sá góði mánuður færir okkur Valentínusardaginn 14. febrúar og svo hinn rammíslenska konudag 21. febrúar. Óskaskrín heiðrar Valentínusardaginn og konudaginn með glæsilegum sérsniðnum Óskaskrínum þar sem elskan þín getur valið á milli dekurstunda, afþreyingar og hótelgistingar. Í Óskaskríninu er handbók og gjafakort fyrir einn eða tvo.

Ekki draga of lengi að njóta upplifunarinnar

Upplifun á borð við dekur eða aðra tilbreytingu í tilveruna gleður oft meira en orð fá lýst. Við mælum jafnframt hiklaust með þegar slík gjöf er gefin að hvetja viðtakandann til að taka frá tíma fyrir upplifunina sem fyrst. Stundum vill það nefnilega sitja á hakanum og jafnvel gleymast. Það gerist mun síður ef búið er að bóka ákveðinn tíma.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Shopping Cart