Chat with us, powered by LiveChat
Terían Brasserie

Opna - Velja - Njóta

Aðalréttur og eftirréttur að eigin vali.

Óskaskrín

Terían Brasserie


Terían er hlýlegur og smekklegur veitingastaður á einu flottasta horni Akureyrar – á neðstu hæð Hótel Kea, við rómaðar kirkjutröppurnar. Við leggjum áherslu á létta og heiðarlega matargerð þar sem fersk hráefni fá að njóta sín, með innblæstri frá franskri og ítalskri matarmenningu.

Stemningin er afslöppuð en þjónustan persónuleg og andrúmsloftið hlýlegt – fullkomið fyrir bæði brunch, kvöldmat með góðum gestum eða glas á meðan sólin sest yfir gömlu miðbæjargötuna.


Áhugavert

Terían opnaði í júlí 2024 og nafnið er óður til Kaffiteríunnar á Hótel KEA sem var einmitt í sama rými fyrir nokkrum áratugum síðan. Sama teymi fagmanna stendur að baki Terían Brasserie og Múlaberg Bistro&Bar á hæðinni fyrir ofan. - Við mælum með því að gera sér ferð á WC á Teríunni og skoða listaverkin á veggjum eftir Unni Stellu Níelsdóttur, listakonu.

Gott að vita

Við mælum með að bóka borð – gott er að taka fram við bókun ef þú ert með Óskaskrín svo við getum gert upplifunina sem eftirminnilegasta

Hvar

Heimilisfang: Hafnarstræti 89, 600 Akureyri  

Hvenær

Terían er opin alla daga frá 11:30-21:30

Bókanir

Shopping Cart